360 skammtar af bóluefni

360 skammtar af bóluefni gegn Covid-19 verða gefnir á Austurlandi í vikunni. Meira en helmingur þeirra verður á Vopnafirði.

Á morgun verða 222 einstaklingar bólusettir á Vopnafirði. Þar verða annars vegar bólusettir einstaklingar með undirliggjandi sjúkdómar, hins vegar íbúum yfir 70 gefin seinni bólusetning.

Á Eskifirði verða 120 einstaklingar á aldrinum 65-70 ára með undirliggjandi sjúkdóma bólusettir. Þá eru 18 skammtar eftir sem gefnir verða á Egilsstöðum fólki með undirliggjandi sjúkdóma auk þess sem verið er að ljúka bólusetningu heilbrigðisstarfsfólks.

Bóluefnið kemur frá Pfizer/BioNTech. Í vikunni er fyrsta sendingin af efni frá Janssen vænst til landsins en ekki er búið að gefa út hvernig það verður notað.

Í næstu viku verður haldið áfram að bólusetja Austfirðinga með undirliggjandi sjúkdóma áður en haldið verður áfram inn í aldurshópinn 60-70 ára, sem er næstur í röðinni. Heilbrigðisstofnun Austurlands notast við boðunarlista sem gefnir eru út af embætti landlæknis. Það þýðir að byrjað verður að boða fólk í bólusetningu yfir sextugu þegar þeir listar hafa verið staðfestir og lokið við bólusetningu fólks með undirliggjandi sjúkdóma.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.