Guðmundur Bjarnason látinn

gudmundur bjarnason neskbaejoGuðmundur Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað á laugardagsmorgun.

Guðmundur fæddist 17. júlí árið 1949 í Neskaupstað, yngstur þriggja barna Láru Halldórsdóttur og Bjarna Guðmundssonar.

Guðmundur varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1969 og lauk BA-prófi í almennum þjóðfélagsfræðum frá HÍ 1975.

Hann starfaði sem kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1973-1977 og var starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað 1977-1991.

Guðmundur var bæjarstjóri í Neskaupstað 1991-1998, fyrsti bæjarstjóri Fjarðabyggðar 1998 og gegndi því starfi til 2006.

Hann starfaði síðustu árin hjá Alcoa Fjarðaáli. Guðmundur sat í fjölda stjórna og ráða á sínum starfsferli og fékk fjölda viðurkenninga fyrir þau störf, meðal annars á vegum íþróttahreyfingarinnar.

Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Klara Ívarsdóttir.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.