LungA sett í fimmtánda sinn: Kærleiksrík athöfn

lunga opnun 2015 mejLungA-hátíðin á Seyðisfirði var sett í fimmtánda sinn í gærkvöldi í félagsheimilinu Herðubreið. Fjölþjóðlegur listahópur flutti þar gjörning þar sem unnið var út frá hugtakinu samkennd.

„Þetta var andleg, kærleiksrík, falleg og persónuleg athöfn," segir Björt Sigfinnsdóttir sem stýrir hátíðinni.

Sextíu ungmenni frá Danmörku, Noregi, Bretlandi og Íslandi stóðu að baki athöfninni þar sem blandað var saman dansi, videólist og gjörningi.

Ungmennin voru búin að vera á Seyðisfirði í þrjá daga og vinna með hugtakið samkennd, hvað það þýðir, hvernig það er notað og hvernig.

Ríflega 120 þátttakendur skipta sér í vikunni niður í átta mismunandi listasmiðjur en þær eru einni fleiri en venjulega í tilefni afmælisins. Meðal annars verður farið yfir bréfaskriftir, dans og grín.

Yfir 100 listamenn koma að hátíðinni þar fyrir utan og búist er við á milli tvö og þrjú þúsund gestum. Þá er kvölddagskrá hátíðarinnar óvenjuþétt í tilefni afmælisins en þar má meðal annars finna danssýningu, leikrit og uppistand.

Mynd: Magnús Elvar Jónsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.