Norðfjarðargöng: Búið að grafa yfir sjö kílómetra

nordfjardargong 14072015 1 webNú er búið að grafa meira en 7 km leiðarinnar milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, rúma 3 km frá Norðfirði og rúma 4 km frá Eskifirði. Það eru því aðeins um 500 metrar eftir þar til slegið verður í gegn.

Búist er við því að jarðfræðin verði fremur hagstæð á þeirri leið sem eftir er, þó reyndar geti komið eitt setlag á leiðinni.

Gegnumslag er áætlað á haustmánuðum, en enn er of snemmt að gera nákvæma spá þar um.

Vinna heldur áfram við vegskála í Fannardal. Verið er að steypa undirstöður undir skálana og slá upp mótum fyrir bogaveggi í fyrstu færu vegskálanna.

Áætlað er að vinnu við gerð vegskála í Fannardal ljúki í nóvember.

Mynd 1: Vegskálar í Fannardal. Verið er að slá upp fyrir fyrstu færu í vegskálum. Búið er að steypa undirstöður undir næstu færu og fleiri í undirbúningi.
Mynd 2: Undirstöður undir vegskála í undirbúningi.
Mynd 3: Bogamót fyrir vegskála.
Mynd 4: Eftirlitsmaður Hnits skoðar undirstöður undir vegskála.

Myndir: Hnit/Ófeigur Ö. Ófeigsson
nordfjardargong 14072015 3 web
nordfjardargong 14072015 2 web
nordfjardargong 14072015 4 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.