Banna umferð vélknúinna ökutækja á Búlandsdal á hreindýraveiðitímabilinu

hreindyr vor08Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum bann við umferð vélknúinna ökutækja á innan við göngubrú sem liggur yfir Búlandsá og uppbyggður vegur liggur að.

Ástæðan eru alvarlegar og endurteknar umkvartanir sem fulltrúum sveitarfélagsins hafa borist vegna slæmrar umgengni af notkun ökutækja á svæðinu. Hún er að mestu rakin til hreindýraveiða.

Viðræður hafa farið fram milli sveitarfélagsins og Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum sem hefur átalið og umgengnina háttsemina mjög, að því er fram kemur í fundargerð.

Við bætist að svæðið er að stórum hluta vatnsverndarsvæði Djúpavogshrepps en það liggur beggja vegna árinnar á dalnum.

Bannið tók gildi frá og með 15. júlí en þann dag hófst hreindýraveiðitímabilið.

Þá er áréttað að umferð ökutækja um fólkvanginn á Teigarhorni utan þegar lagðra vega er með öllu óheimil nema umsjónaraðilum á afmörkuðum svæðum.

Á móti óskar sveitarstjórnin eftir ábendingum frá leiðsögumannafélaginu um hvar bæta megi úr mörkuðum vegslóðum á öðrum svæðum til að auðvelda veiðimönnum aðgengi að veiðslóð.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.