Únglíngarnir í blokkinni: Aukið líf í Miðvangi 6

midvangur6Eigandi fjölbýlishússins Miðvangs 6 á Egilsstöðum bindur vonir við að aukið líf sé að færast í húsið. Lokið var við húsið árið 2010 en upphaflega stóð til að þar yrðu fyrst og fremst íbúðir fyrir eldri borgara.

Nýverið keyptu Eyjólfur Skúlason og Sigrún Bjarnadóttir íbúð á efstu hæð hússins og verða þau unglingarnir í húsinu, en sú kvöð er á íbúðunum að þær eru ætlaðar fólki 55 ára og eldri. Þau munu flytja inn í haust.

Í húsinu eru 22 íbúðir en á neðstu hæðinni er félagsaðstaða eldri borgara og verslanir. Undir húsinu er bílakjallari og geymslur sem tilheyra íbúðunum.

Í sumar og haust verður unnið við að leggja í gólf þeirra íbúða sem óseldar eru og þá verða þær tilbúnar með skömmum fyrirvara fyrir nýja eigendur.

Í tilkynningu frá Nesnúps ehf., eiganda íbúðanna, segir að vonir standi til þess að aukið líf færist í sölu eigna í húsinu en þar kemur fram að fleiri áhugasamir hafi síðustu vikur skoðað eignir í húsinu.

Eyjólfur og Sigrún ásamt Guðgeiri Sigurjónssyni fulltrúa seljanda. Mynd: Aðsend

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.