Benz-inn fundinn en hjartalínurita stolið á Breiðdalsvík

benz hertzMercedes Benz-bifreið sem stolið var af flugvellinum á Egilsstöðum í gær er fundinn. Þá var brotist inn í heilsugæsluna á Breiðdalsvík í nótt.

Fyrr í dag var auglýst eftir svörtum Benz ML250 jeppa, árgerð 2015 á vegum bílaleigunnar Hertz.

Við eftirgrennslan lögreglu kom bíllinn í ljós í Keflavík. Grunaðir einstaklingar voru handteknir þar og rannsakar lögregla málið áfram.

Brotist inn í heilsugæsluna á Breiðdalsvík í nótt og stolið þaðan tveimur peningakössum og hjartalínurita.

Lögreglan á Eskifirði rannsakar málið en þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við hana í síma 444-0635.

Mynd: Hertz

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.