Bíll í vanda í Austdalsá

torleidi skalanes austdalssaBjörgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði var kölluð út upp úr hádegi í dag vegna bíls sem var fastur út í miðri Austdalsá en í bílnum voru tveir farþegar auk bílstjóra.

Mikið er í ánni og var því sveitin kölluð út á F1 sem er hæsti forgangur. Björgunarmenn brugðust skjótt við, fóru á staðinn, hafa náð öllum úr bílnum og voru þeir fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús til skoðunar.

Beðið er eftir stærri bíl til að skoða hvort hægt er að ná bílnum úr ánni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.