Seldi bíl úr landi sem hann átti ekki

heradsdomur austurlands hamar 0010 webKarlmaður á sextugsaldri var nýverið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Austurlands fyrir fjárdrátt. Hann seldi bifreið úr landi sem var í eigu fjármögnunarfyrirtækis.

Manninum var gefið að sök að hafa dregið sér og fyrirtæki sínu í Þýskalandi 14,5 milljónir að núvirði með því að hafa selt MAN vörubifreið til Lettlands í gegnum Þýskaland vorið 2008.

Maðurinn hélt því fram að hann hefði greitt upp lánið af bifreiðinni í mars 2008. Hann hafði vissulega gert það en í ljós kom að hann fékk aftur lánað út á hana mánuði síðar, sama dag og hún var seld úr landi. Það lán var síðan framlengt með öðru láni í byrjun júlí það ár.

Fyrirtæki mannsins hér á landi varð gjaldþrota haustið 2009. Rannsókn málsins hjá sýslumanninum á Seyðisfirði hófst loks haustið 2013 eftir að maðurinn viðurkenndi fyrir lögmanni fjármögnunarfyrirtækisins að hafa selt bifreiðina úr landi án þess að borga inn á lánið.

Maðurinn fór fram á frávísun málsins þar sem annmarkar hefðu verið á ákæru. Dómurinn viðurkenndi að sumt hefði ónákvæmt í henni en taldi það aukaefni sem ekki hefði torveldað vörn ákærða og ekki efni til frávísunar.

Í ljósi þess að greiðsla fyrir bifreiðina barst til þýska félagsins, sem síðar varð gjaldþrota, var maðurinn sýknaður af því að hafa dregið sér sjálfum fé.

Hann var hins vegar sakfelldur fyrir fjárdrátt þar sem hann bar ábyrgð sem stjórnandi fyrirtækjanna og átti að vera kunnugt um að lánið af bifreiðinni væri ekki að fullu greitt.

Hann var því dæmdur í fimm ára fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann þarf að auki að greiða rúmar 1,2 milljónir í sakarkostnað.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.