Nýr kjarasamningur starfsmanna Alcoa Fjarðaáls samþykktur með yfirburðum

Kjarasamningur Fjardaal 2015 undirritaðirAtkvæðagreiðslu um kjarasamning AFLs og RSÍ við Alcoa Fjarðaál lauk í gær, þriðjudag, og var hann samþykktur með miklum yfirburðum. Á kjörskrá voru 393 starfsmenn og samþykktu 90% þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn, en hann gildir til fimm ára, frá 1. mars 2015 að telja. Alls greiddu 180 starfsmenn atkvæði eða 45,8%.

Helstu breytingar í nýjum samningi felast m.a. í hækkun grunnlauna og breyttu vinnutímafyrirkomulagi. Þannig mun t.d. vinnustundum vaktavinnufólks á mánuði fækka auk þess sem kveðið er á um viðbætur og hækkanir á launatöflum, árlega hækkun desember- og orlofsuppbóta og samið er um eingreiðslu til starfsmanna.

Einnig má nefna þá mikilvægu nýlundu í kjarasamningnum sem felst í fæðingarstyrk Alcoa Fjarðaáls til starfsmanna sinna sem fara í fæðingar- og foreldraorlof.

Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls kveðst ánægður með samninginn og þann mikla stuðning sem hann fékk meðal starfsmanna í atkvæðagreiðslunni. Hann telur að samningurinn feli í sér mikla kjarabót fyrir starfsfólk Fjarðaáls.
 
Mynd: Frá undirritun kjarasamningsins.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.