Norðfjarðargöng: Eskifjarðará flæddi yfir vinnusvæði brúnarvinnuflokksins

nordfjardargong 20150821 1Úrhellisrigning hefur verið undanfarnar klukkustundir á Eskifirði með þeim afleiðingum að vöxtur hljóp í ár og læki. Eskifjarðará bólgnaði upp og vatn flæddi yfir vinnusvæði brúarvinnuflokks VHE.

Flokkurinn vinnur við byggingu nýrrar brúar á Eskifjarðará, en hún verður hluti af vegtengingunni að nýjum Norðfjarðargöngum.

Ekkert hefur verið hægt að vinna við brúargerðina það sem af er föstudegi, en eingöngu unnið að því að bjarga mótatimbri og öðru á þurrt.

Spáð er áframhaldandi rigningu fram á helgina, svo vinna við brúarsmíðina gæti tafist eitthvað áfram.

Myndir: Hnit/Ófeigur Ö. Ófeigsson

nordfjardargong 20150821 2nordfjardargong 20150821 3

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar