Norðfjarðargöng: Framkvæmdirnar séðar úr lofti – Myndbönd

nordfjardargong 20150827Verkfræðistofan Hnit, sem hefur eftirlit með framkvæmdum við ný Norðfjarðargöng, hefur tekið myndavélarflygildi (dróna) í sína þjónustu. Tvö myndbönd af svæðinu má sjá á YouTube-rás stofunnar.

Starfsmenn verkfræðistofunnar nýttu góða veðrið í byrjun vikunnar til að æfa sig með flygildið og sveimuðu yfir athafnasvæðinu.

Annars vegar var því flogið yfir væntanlega brú yfir Eskifjarðará sem VHE byggir en hins vegar vegskála í Fannardal.





Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar