Stóriðjuskóli Fjarðaáls eitt af stærstu fræðsluverkefnum Austurbrúar

kjartan glumur kjartanssonStóriðjuskóli Fjarðaáls er farinn af stað eftir sumarfrí og fer kennsla fram í starfsstöð Austurbrúar í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði. 

Kjartan Glúmur Kjartansson, verkefnastjóri hjá Austurbrú, stýrir verkefninu fyrir hönd Austurbrúar.

„Þetta er eitt af stærstu fræðsluverkefnum Austurbrúar og hefur mikla þýðingu fyrir starfsemina á Reyðarfirði, en talsvert fjármagn sem kemur í verkefnið bæði frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Alcoa, auk þess sem húsið fyllist af fólki og fjöri," segir Kjartan Glúmur.

Hann segir að almennt séu nemendur ánægðir ánægðir með námið en bæði er um að ræða grunn- og framhaldsnám.

„Það eru ekki nýir hópar að byrja í haust heldur fimmtíu nemendur sem áður höfðu hafið nám hjá okkur, en nemendur skiptast til helminga í grunn- og framhaldsnám. Grunnhópurinn útskrifast vorið 2016 og framhaldshópurinn í desember 2016."

Eftirspurn eftir náminu er mikil en Alcoa sér um að velja nemendur og starfsmenn þurfa að hafa starfað í talsverðan tíma hjá fyrirtækinu til að geta sótt um. Námið er blanda af almennum bóklegum fögum og sérhæfðum sem tengjast framleiðslunni beint en hér má sjá námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem unnið er eftir í náminu.

„Allir græða á því að bæta við þekkingu sýna en auðvitað er þetta spurning með launahækkun líka en námið tengist kjarasamningum starfsmanna," segir Glúmur og bætir við að námið sé jafnframt metið til eininga.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar