Dýpkun Vopnafjarðarhafnar hefst um mánaðamót

IMG 1089Þann 7. september síðastliðinn var verksamningur um dýpkun Vopnafjarðarhafnar undirritaður. Hagtak hf. tók að sér verkið, en samningsupphæðin er 157.250.000 kr. með vsk. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist um næstu mánaðamót og er áætlaður verktími fjórir mánuðir.

Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd hafnarstjórnar Vopnafjarðar og Bergþór Jóhannsson fyrir hönd Hagtaks hf. Á vefsíðu Vopnafjarðarhrepps segir að með þessari framkvæmd sé þráðurinn tekinn upp frá hafnardýpkun 2013 en um árabil hafi verið unnið að því að bæta höfnina og kostað til þess miklum fjármunum.

Árið 1999 var innsigling að væntanlegri löndunarbryggju framkvæmd. Árin 2001-02 var innsiglingin dýpkuð á ný og árin 2005-06 var dýpkað fyrir framan stálþil Löndunar- og Miðbryggju. Árið 2007 var boðin út dýpkun á innsiglingunni og snúningi og loks var unnið við dýpkun og mælingar 2013.

Þá segir ennfremur á vefsíðu Vopnafjarðarhrepps að framkvæmdin árið 2004, er brimgarðurinn var reistur milli hólma, hafi gjörbreytt höfninni en hafnaraðstaðan á Vopnafirði sé miður góð af náttúrunnar hendi. Það sé nú breytt og höfnin hafi á allan hátt verið stórbætt. Með þessari framkvæmd batni hafnaraðstaða á Vopnafirði enn frekar.

Mynd: Venus NS-150 í Vopnafjarðarhöfn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.