Gera úttekt á kynbundnum launamun

FjardabyggdTil stendur að gera úttekt á kynbundnum launamun hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð með jafnlaunavottun í huga.

Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar fyrir skemmstu. Í bókun segir að sveitarfélagið hafi lengi haft það að stefnu að laun starfsmanna þess séu jöfn óháð kyni.

Rétti þyki að kanna hvort það hafi ekki gengið eftir. Gert er ráð fyrir að niðurstöður könnunarinnar verði kynntar bæjarstjórn fyrir áramót.

Við sama tilefni var samþykkt að vinna áfram með Lögreglustjóranum á Austurlandi í úrræðum gegn heimilisofbeldi og hinsegin fræðsla í grunnskólum sveitarfélagsins verði efld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar