Norðfjarðargöng opnuð fyrr en áætlað var?

nordfjardargong 09042015 2 webInnanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því við Vegagerðina að kannað verði hvort hægt verði að flýta verklokum við ný Norðfjarðargöng. Ráðherra sprengir síðasta haftið á dag.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, skýrði frá þessu á opnum fundi sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð í gærkvöldi.

Ráðuneytið sendi Vegagerðinni bréf í gær þar sem farið er fram á að kannað verði hvort hægt verði að flýta opnun ganganna sem til þessa hefur verið fyrirhuguð síðsumars 2017.

Ólöf sagðist sem ráðherra tilbúin að beita sér fyrir því að hliðrað verði til fjármunum til að hægt verði að flýta opnuninni, ef þess þarf.

„Menn halda að þetta sé hægt. Ég vil láta á það reyna," sagði hún og staðfesti að horft væri á árslok 2016 fyrir möguleg verklok.

Gangagreftrinum sjálfur lýkur síðdegis í dag en gert er ráð fyrir að Ólöf sprengir þá síðasta haftið. Framundan er vinna við styrkingar og lokafrágang ganganna.

Mynd: Ófeigur Ö. Ófeigsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar