Varað við stormi á Austfjörðum í kvöld

seydis omar2Veðurstofan varar við hvassviðri á Austurlandi í kvöld en kröpp lægð gengur yfir landið í dag. Lægðinni fylgir einnig talsverð úrkoma.

Veðurstofan gaf út viðvörun vegna lægðarinnar í morgun en útlit er fyrir storm á Austurlandi seint í kvöld og í nótt. Sérstaklega er varað við snörpum hviðum á svæðinu frá Öræfum á Vopnafirði.

Samkvæmt spám er gert ráð fyrir að hvessa taki af vestri í kvöld og vindhraðinn verði að jafnaði 15-23 m/s en snúist síðan til suðvesturs og lægi í fyrramálið.

Trausti Jónsson, veðurfræðingur, vekur athygli á lægðinni á bloggsíðu sinni. Hann bendir á að evrópskir veðurfræðingar hafi skipt um skoðun á lægðinni nokkrum sinn, fyrst talið hana stóra, síðan litla og síðast mjög stóra.

Spáð sé mjög miklum loftþrýstingi yfir Norðausturlandi. Slíkur þrýstingur sé vart finnanlegur í gagnasafni Veðurstofu Íslands, nema í október 1963 og í því veðri hafi orðið talsvert tjón.

Mynd: Ómar Bogason

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar