Síðasta sprenging í Norðfjarðargöngum: Vonumst til að hjálpa ykkur til að eiga betra líf - Myndir

nordfjardargong gegnumslag 0072 webÞrjár þéttsetnar rútur fluttu gesti inn í væntanleg Norðfjarðargöng þegar síðasta haftið í göngunum var sprengt. Vegamálastjóri segir að með því sé helsta óvissan í verkinu úr sögunni. Á næstunni verður skoðað hvort hægt verði að flýta verklokum.

„Það fer um mann sæluhrollur í dag. Þetta er stund sem við höfum lengi barist fyrir," sagði Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, þegar síðasta haftið var sprengt klukkan fjögur á föstudag.

Mikill fögnuður braust út og féllst fólk jafnvel í faðma, þrátt fyrir að vera nokkuð skekið eftir mikla höggbylgju frá sprengingunni um 500 metrum innar.

Það voru Ólöf Nordal, innanríkisáðherra og Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, sem studdu á takkann sem ræsti sprenginguna.

„Þessi göng verða mikil breyting fyrir allt þetta samfélag og bylting fyrir alla íbúa hér á Austurlandi," sagði Ólöf.

Gangagröfturinn hefur gengið hratt og skýrði Ólöf frá því að hún hefði beðið Vegagerðina að kanna hvort flýta mætti lokum ganganna.

Hreinn sagði að það yrði skoða. „Það þarf mikið að gerast þangað til en vonandi gengur þetta saman," sagði hann í ræðu sinni.

Hann skýrði frá því að gegnumslagið væri ein af þremur hátíðum gangagerðar. Fyrst væri það fyrsta sprengingin sem markaði að ekki yrði aftur snúið og sú síðasta formleg opnun.

Hátíðin nú sagði hann fyrst og fremst hátíð verktakans og hans starfsmanna auk þess sem fagnað sé að mesta óvissan sé úr sögunni við framkvæmdina.

„Nú vita allir hvað er framundan. Það er ekki lengur óvissa um gott berg eða vatn."

Aleš Gothard, verkefnastjóri tékkneska fyrirtækisins Metrostav, samstarfsaðila Suðurverks við gangagröftinn, samfagnaði hins vegar heimamönnum.

„Við vonumst til að við séum að hjálpa ykkur til að eignast betra líf. Við vitum að við erum að hjálpa til við að sameina samfélag."

nordfjardargong gegnumslag 0024 webnordfjardargong gegnumslag 0031 webnordfjardargong gegnumslag 0042 webnordfjardargong gegnumslag 0045 webnordfjardargong gegnumslag 0076 webnordfjardargong gegnumslag 0090 webnordfjardargong gegnumslag 0093 webnordfjardargong gegnumslag 0117 webnordfjardargong gegnumslag 0118 webnordfjardargong gegnumslag 0119 webnordfjardargong gegnumslag 0126 webnordfjardargong gegnumslag 0129 webnordfjardargong gegnumslag 0130 webnordfjardargong gegnumslag 0169 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar