Hollenska parið áfram í einangrun

norronaHæstiréttur Íslands staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð til 7. október yfir hollensku pari sem grunað er um tilraun til stórfellds innflutnings á fíkniefnum með Norrænu í byrjun mánaðarins.

Parið kom til Seyðisfjarðar með ferjunni að morgni þriðjudagsins 8. september. Grunur mun hafa verið uppi um efnin og ákváðu tollverðir að leita í bifreiðinni.

Þá fannst „gríðarlegt magn" af MDMA eða Extacy, falið í varadekki, tveimur gaskútum og 14 niðursuðudósum, að því er segir í greinargerð lögreglustjórans á Austurlandi.

Maðurinn hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna en eiginkona hans segist ekkert hafa vitað. Maðurinn hefur staðhæft að konan hafi ekki vitað um efnin.

Farið er fram á gæsluvarðhaldið þar sem ætlað er að parið muni torvelda við rannsókn málsins og þau munu jafnvel reyna að komast úr landi.

Lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn, bæði á Íslandi og erlendis, sem búast má við að taki tíma. Því er farið fram á gæsluvarðhaldið.

Héraðsdómur staðfesti gæsluvarðhald til 7. október og skal parið sæta einangrun á meðan. Meint brot þeirra varðar allt að tólf ára fangelsi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.