Ökumenn hvattir til að sýna smölum tillitssemi

melarett 2015 0011 webLögreglan á Austurlandi hvetur ökumenn til að sýna smölum tillitssemi þar sem þeir þurfa að reka fé eftir þjóðvegunum. Brögð eru að því að smölum sé lítil virðing sýnd.

Smalavertíðin er nú í fullum gangi en fyrstu göngu skal lokið fyrir lok september. Seinni göngur standa síðan yfir fram í miðjan október.

Víða er ekki hægt að reka féð án þess að þurfa að fara yfir þjóðvegi. Smalarnir eru oftast vel sýnilegir í gulum vestum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu dugir það ekki til þannig að ökumenn virði að vegirnir séu fullir af fé.

Ökumenn eru því hvattir til að taka tillit til smalamanna og sýna biðlund og nærgætni þegar farið er um fjárhóp.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.