Skip Síldarvinnslunnar að veiðum

Borkur mars 2014 GZ-fit-550x463Síldveiðar eru að hefjast að nýju hjá Síldarvinnslunni eftir nokkurt hlé á veiðum og vinnslu í síðustu viku.

Beitir NK og Birtingur NK höfðu lagt stund á veiðarnar á meðan viðhaldsverkefnum var sinnt um borð í Berki NK. Nú er Börkur tilbúinn að hefja veiðar og hélt hann út á miðin í gær.

Að sögn Hjörvars Hjálmarssonar skipstjóra hefur verið bræla á miðunum út af Austfjörðum að undanförnu en veðrið sé nú að ganga niður.

„Við munum byrja á því að leita hérna uppi á landgrunninu en það hefur fengist góð síld að undanförnu frá Reyðarfjarðardýpi og allt norður á Glettinganesgrunn. Síðan hafa einhver skip reynt fyrir sér austur af landgrunninu og fengið þar einhvern afla. Það eru fá skip að síldveiðum þessa stundina og því nauðsynlegt að byrja á að leita.“

Erfitt að ná í ufsa

Frystitogarinn Barði NK kom til heimahafnar í Neskaupstað sl. laugardag að lokinni góðri veiðiferð, en skipið millilandaði hinn 19. september.

Heildaraflinn í veiðiferðinni var 310 tonn upp úr sjó að verðmæti um 130 milljónir króna. Theodór Haraldsson, skipstjóri á Barða, segir að meginhluti aflans hafi verið karfi og grálúða. Þá hafi töluvert verið reynt að veiða ufsa en það hafi gengið heldur erfiðlega.

“Við byrjuðum í grálúðu hér fyrir austan en síðan var haldið vestur í ufsaleit. Okkur eins og fleirum reyndist erfitt að finna hreinan ufsa – hann var þorsk- eða karfablandaður í alltof ríkum mæli og alls ekki eins mikið af honum og hefur verið síðustu 3-4 árin. Við héldum í Víkurálinn eftir að hafa reynt við ufsann og þar var fínasta karfaveiði. Undir lok túrsins fórum við síðan aftur í grálúðuna hér eystra.“

Mynd: Börkur NK við veiðar. Geir Zöega

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.