Gaslykt frá Skaftárhlaupi á Austurlandi

snaefellÍbúar á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði urðu eftir hádegi í dag varir við gaslykt sem kemur frá upptökum Skaftárhlaups.

Austurfrétt bárust ábendingar frá Snæfelli, Seyðisfirði og Egilsstöðum um að þar mætti finna hveralykt.

Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að líklegast að lyktin sem fundist hafi í dag sé af brennisteinsvetni (H2S).

Losun á því fylgi hlaupum sem þessu og það ferðist með ríkjandi vindum. Í dag hefur verið ríkjandi strekkings suðvestan átt og því berst lyktin í norðaustur yfir Vatnajökul á Austurland.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.