Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi settur í morgun

ssa thingmenn april14 0060 webAðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) var settur á á Hótel Framtíð, Djúpavogi í morgun. Sveitarstjórnarmenn þeirra átta sveitarfélaga sem mynda landshlutasamtökin munu þar móta sameiginlegar áherslur landshlutans auk þess að ræða þau tækifæri og áskoranir sem sveitarfélögin standa frammi fyrir.

Fjölbreytt dagskrá verður á aðalfundinum. Meðal annars verður boðið upp á fimm málstofur þar sem fjallað verður um þjónustu við fatlað fólk, almenningssamgöngur, svæðisskipulag, umhverfismál og ljósleiðaravæðingu.

Hátíðarávarp verður í höndum Ólafar Nordal innanríkisráðherra en innanríkisráðuneytið fer með málefni sveitarfélaga. Auk þess munu velflestir þingmenn kjördæmisins sitja fundinn. Samþykkt ályktana er megin verkefni aðalfundar en þær móta stefnu landshlutans á öllum sviðum.

Hefð er fyrir því að afhenda Menningarverðlaun SSA í hátíðarkvöldverði auk þess sem sveitarstjórnarmaður af svæðinu er heiðraður. Fundinum lýkur síðan eftir hádegi á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar