Fjórir í gæsluvarðhald eftir fíkniefnasmygl með Norrænu

norronaLögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldlagði fyrir viku mikið magn fíkniefna sem falin voru í bifreið sem kom til landsins með Norrænu fyrir tæpum tveimur vikum.

Fjórir einstaklingar, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar, voru handteknir við rannsóknina og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þrír þeirra í tvær vikur og einn í viku. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að málið sé umfangsmikið en ekki séð hægt að veita frekari upplýsingar um gang rannsóknarinnar að svo stöddu.

Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í morgun og sagði að lagt hefði verið hald á tugi kílóa af sterkum efnum.

Fyrir mánuði fundu tollverðir á Seyðisfirði 80 kg af MDMA í bíl sem kom með Norrænu. Hollenskt par situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar