Sigmundur Davíð: Millilandaflugið nauðsynlegt fyrir landið allt

beint flug clive sendiherra sdg webSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir beint flug á milli Egilsstaða og Lundúna nauðsynlegt ekki bara fyrir Austurland heldur landið allt. Fjölga þurfi gáttum inn í landið til að hægt sé að taka á móti auknum fjölda ferðamanna.

Þetta kom fram í ávarpi Sigmundar Davíðs á Egilsstöðum í dag þar sem tilkynnt var að flogið verði tvisvar í viku á milli Egilsstaða og Lundúna næsta sumar.

„Loksins er komið að því sem hefur verið borðleggjandi lengi. Þetta er nauðsynlegur hlutur og mikilvægur fyrir landshlutann og reyndar landið allt," sagði Sigmundur.

Hann sagði að Sunnlendingar myndu einnig fagna því þeir vissu manna best að innviðir landsins réðu vart lengur við þann mikla fjölda ferðamanna sem komi á landið. Reynt hafi verið að bregðast aukningu ferðamanna með að stækka í Keflavík en meira þurfi til.

Sigmundur Davíð skipaði í mars starfshóp til að kanna kosti millilandaflugs frá Egilsstöðum og Akureyri og mögulega aðkomu ríkisins. Hópurinn var skipaður til þriggja mánaða og átti að skila af sér í lok þess tíma.

Sá tími er liðinn en lokaskýrslan liggur ekki enn fyrir. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst eru niðurstöður hópsins nánast tilbúnar og von á að þær verði opinberaðar eftir helgi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.