Launafl og MultiTask endurselja fyrir Símann

heimir multitask siggisvans siminn webLaunafl á Reyðafirði og MultiTask í Neskaupstað eru nýir endurseljendur fyrir Símann á Austurlandi. Þá er Rafey á Egilsstöðum nýr verktaki fyrir Símann.

„Við hjá Símanum viljum bæta þjónustuna með því að koma nær. Þess vegna fjölgum við endurseljendum á Austfjörðum," segir Sigurður Svansson, viðskiptastjóri sölusamstarfs Símans sem er nú á svæðinu.

Ráðgjafadagar verða á Reyðarfirði á föstudag og í Neskaupstað í dag fyrir viðskiptavini. Starfsmenn Símans verða á staðnum og því gefst tækifæri til að skoða reikninga og sjá hvort viðskiptavinir séu ekki í réttum þjónustuleiðum miðað við þá þróun sem verið hefur síðustu mánuði.

Heimir Snær Gylfason hjá MultiTask verður einnig starfsmaður Símans og þjónustar fyrirtæki á svæðinu. Hann segir það leggjast vel í sitt fólk að endurselja fyrir Símann.

„Við erum spennt og teljum að samstarfið verði okkur og Símanum til framdráttar. Við erum tæknisinnað fyrirtæki í ráðgjöf á tækni og búnaði og státum því af hátæknibakgrunn. Nú í dag verður okkur dýpt í djúpu og við hlökkum til," segir hann en fastráðnir starfsmenn verða nú skólaðir til í fræðum Símans.

Sigurður heldur utan um kennsluna. „Þeir ásamt starfsmönnum Launafls fara í gegnum Endursöluskóla Símans. Við þjálfum starfsmenn upp og kennum þeim á kerfi Símans svo þjónustan verði fyrsta flokks."

Heimir segir að síðan það fréttist að MultiTask ætlaði að opna verkstæði og vera með verslun hafi hann verið beðinn um að sækjast eftir endursölu fyrir Símann. „Það er fengur í því að þurfa ekki að sækja þjónustu Símans út fyrir bæinn," segir hann. „Þá eykst traffíkin inn til mín og fólk tengir fjarskiptin við MultiTask."

Verslunin fagnar brátt árs afmæli. „Það gengur vel á verkstæðinu og búðin skapar vettvang fyrir viðskiptavini og betri framhlið á fyrirtækinu," segir Heimir.

Endurseljendurnir veita alla þá þjónustu sem Síminn býður utan þess að sjá um reikningsviðskiptin. Hjá þeim er hægt að nálgast myndlykla, router-a, SIM-kort, nýskrá sig í þjónustu og fá almenna ráðgjöf um þjónustu Símans.
Auk Launafls og MultiTask þjónustar Tölvulistinn á Egilsstöðum enn sem fyrr viðskiptavini Símans á Egilsstöðum.

Heimir Snær Gylfason, MultiTask, og Sigurður Svansson, Símanum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.