Virkjunardómur: Dómurinn tekur aðeins til hluta af hagsmununum

karahnjukarForstjóri Landsvirkjunar segir dóm Hæstaréttar í máli fyrirtækisins gegn Þjóðskrá og Fljótsdalshéraði marka tímamót í skiptingu gjalda af fasteignagjöldum virkjana. Bæjarráð Fljótsdalshérað telur þörf á að endurskoða allt skattkerfi raforkuframleiðslu.

Hæstiréttur úrskurðaði Þjóðskrá og Fljótsdalshéraði um að meta skyldi vatnsréttindi til fasteignamats og þau séu þannig gjaldstofn til álagningar fasteignagjalda.

Dóminum í fagnað í bókun bæjarráðs frá í gær þar sem segir ljóst að hann muni hafa „töluverða þýðingu" fyrir mörg sveitarfélög sem geti nú í einhverjum tilfellum innheimt opinber gjöld af orkuframleiðslu sem fari fram innan þeirra.

Á móti er bent á að enn séu engin fasteignagjöld innheimt af raforkumannvirkjum á borð við stíflur, fallgöng og línur. Dómurinn taki því aðeins til lítils hluta þeirra miklu hagsmuna sem um ræði. Því sé áfram „rík nauðsyn" til að endurskoða allt skattkerfi raforkuframleiðslu til að tryggja að „eðlilegur arður" af framleiðslunni skil sér til íbúa í nærsamfélögum.

Næsta skref í málinu sé að Þjóðskrá meti vatnsréttindin sem fyrst og leggja á þau fasteignagjöld þannig að „réttmætar tekjur" skili sér til sveitarfélagsins.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið hafa talið lagagrundvöll fyrir skráningu Þjóðskrár óljósan og því látið á hann reyna fyrir dómstólum. Sá dómur sem nú sé fallinn marki tímamót.

„Landsvirkjun var og er ekki sérstaklega á móti skráningu og mati á vatnsréttindum, heldur taldi lagagrundvöllinn óljósan og því nauðsynlegt að láta reyna á málið fyrir dómi.

Dómur Hæstaréttar í umræddu máli er tímamótadómur og mun væntanlega í framtíðinni leiða til jafnari skiptingar fasteignagjalda á milli sveitarfélaga þar sem áhrifa af virkjunum gætir.

Niðurstaðan mun væntanlega þýða að sveitarfélög munu njóta frekari góðs af virkjunum og nýtingu vatnsréttinda og þar með allt nærsamfélag virkjana."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.