Fyrstu farmarnir af sumargotssíld til Vopnafjarðar og Norðfjarðar
Skipin Lundey NS og Bjarni Ólafsson komu í gærkvöldi með fyrstu farmana af sumargotssíld til Austfjarða. Veiðarnar fara hægt af stað en aflinn náðist að mestu á Jökuldjúpinu vestur af landinu.Bjarni Ólafsson kom til Norðfjarðar um klukkan 9 í gærkvöldi með um 800 tonna farm en síldin fer öll til manneldis.
Á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Gísla Runólfssyni skipstjóra að síldin virðist seinna á ferðinni en vanalega en hann sé bjartsýnn á að úr rætist.
Börkur NK fór til veiða á sunnudag og er að veiðum vestur af Reykjanesi. Birtingur lagði af stað í gær og fór beint til Helguvíkur.
Á Vopnafirði kom Lundey til hafnar upp úr klukkan eitt í nótt með 660 tonn af síld. Á vef HB Granda er haft eftir Alberti Sveinssyni að síldin sé stór og góð en af henni mætti vera meira.
Bjarni Ólafsson AK 70. Mynd: Sigurður Aðalsteinsson