Björgunarsveitir kallaðar til aðstoðar ferðalöngum á fjallvegum

halendisgaesla web1Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði hefur tvívegis verið kölluð vegna ferðalanga í vandræðum á fjallvegum það sem af er vikunni. Færð á vegum endurspeglar að haustið er komið.

Á þriðjudag var sveitin kölluð út þegar pallbíll með húsi á pallinum fór út af veginum á Biskupshálsi rétt fyrir kvöldmat. Útkallið gekk hratt og vel að því er fram kemur í frétt frá Vopna.

Í gær voru menn frá sveitinni kallaðir út vegna jeppa sem var fastur í snjó á Hellisheiði. Þar voru ferðamenn frá Ameríku sem ekki höfðu áttað sig á að veðrið færi kólnandi.

Viðbúið er að færð taki nú að spillast á fjallvegum. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni eru hálkublettir á Möðrudalsöræfum og Breiðdalsheiði og hálka á Háreksstaðaleið, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Oddskarði. Snjóþekja er á Vatnskarði eystra og Öxi og þungfært er á Hellisheiði eystri.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.