Bíða eftir fundi með Mannvirkjastofnun

bjorn ingimarsson 0006 webBjörn Ingimarsson, formaður stjórnar Brunavarna á Austurlandi, segir að næstu skref í úrbótum hjá slökkviliðinu verði stigin í samvinnu við Mannvirkjastofnun. Stofnunin gerir margvíslegar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í nýrri úttekt.

Meðal þess sem stofnunin setur út á er að brunavarnaáætlun fyrir slökkviliðið er ekki enn tilbúin þrátt fyrir að hafa verið átta ár í smíðum. Miðað við skýrsluna var síðasti leikurinn í fyrra þegar stofnunin hafnaði áætluninni.

Björn segir að mikil vinna hafi verið lögð í áætlunina af hálfu Brunavarna á Austurlandi og áætlun sem afgreidd var af aðildarsveitarfélögunum verið skilað inn til Mannvirkjastofnun.

Stjórnin hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Mannvirkjastofnunina til að ræða skýrsluna. Björn segir að ákveðið hafi verið að bíða með frekari vinnu við áætlunina þar til að loknum þeim fundi.

Frekari viðbrögð við skýrslunni og aðfinnslunum í henni verði sömuleiðis ákveðin í kjölfar fundarins.

Í skýrslunni var meðal annars gagnrýnt að mönnun, þjálfun slökkviliðsmanna, búnaður og áætlanir Brunavarna á Austurlandi væru ekki í samræmi við lög. Forsvarsmenn Brunavarna hafa á móti bent á að stofnunin hafi ekki sinnt fræðslustarfi sínu á svæðinu sem skyldi.

Að Brunavörnum á Austurlandi standa sveitarfélögin Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Djúpavogshreppur og Vopnafjarðarhreppur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.