Skorað á stjórnvöld að endurmeta afstöðuna til viðskiptabanns á Rússa
Austfirskir sveitastjórnarmenn vilja að íslensk stjórnvöld endurskoði afstöðu sína á stuðningi við viðskiptabann við Rússland.Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á þingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fyrir skemmstu.
Þar er lýst yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem sé að koma upp eftir að Rússar brugðust við með að setja innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir. Fram hefur komið að það kunni að hafa umtalsverð áhrif á austfirskt efnahagslíf.
Skorað er á stjórnvöld að hafa hagsmuni sjávarbyggðanna og störf til sjós og lands í huga í öllum sínum gjörðum á næstunni.
Því er því beint til stjórnvalda að endurmeta afstöðu sína til málsins, meðal annars því mörg störf séu í húfi fyrir Austfirðinga og fyrirliggjandi mikil tekjuskerðing fyrir þau sveitarfélög sem mest reiði sig á sjávarútveg.