Átta sóttu um stöðu minjavarðar

skriduklaustur fornleifar 0005 webÁtta umsóknir bárust um stöðu minjavarðar Austurlands en umsóknarfrestur rann út í síðustu viku. Minjavörður hefur umsjón og eftirlit með minjum á svæðinu frá Vopnafirði að Djúpavogshreppi.

Starfið var auglýst í lok september en í auglýsingu er meðal annars farið fram á menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi og stjórnunarreynslu.

Minjaverði er ætlað að stuðla að markvissri starfsemi í minjavernd á svæðinu, viðhaldið minja og sjálfbærri nýtingu.

Umsækjendur verða boðaðir í viðtal í næstu viku og í framhaldinu verður ráðið í starfið. Gert er ráð fyrir að nýr minjavörður taki til starfa í byrjun janúar.

Ekki er auglýst ákveðin staðsetning starfsins en skrifstofa minjavarðar var í vor flutt frá Egilsstöðum á Djúpavog.

Eftirtalin sóttu um:

Ísak Örn Sigurðsson
G. Tittus Roy
Rannveig Þórhallsdóttir
Þuríður Elísa Harðardóttir
Hrönn Konráðsdóttir
Óskar L. Arnarson
Margrét Hermanns-Auðardóttir
Skarphéðinn Smári Þórhallsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar