Suðurverk og Metrostav buðu lægst í NorðfjarðargöngGi

opnun_tilbod_nordfjardargong.jpgTékkneska verktakafyrirtækið Metrostav og Suðurverk hf. áttu lægsta tilboðið í gerð Norðfjarðargöng, 9,3 milljarða. Tilboðin voru opnuð í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,547 milljarða en tilboðið var 9,292 milljarðar eða 97,3% af kostnaðaráætlun. Von er á að tilboðinu verði tekið enda fór fram forval áður en verkið var boðið út.

Næst lægsta boð kom frá Ístaki hf, upp á 9,9 milljarða króna og þriðja boð frá ÍAV hf og Marti Contractors ltd upp á rétt tæpa 10,5 milljarða króna.

Framkvæmdir eiga að hefjast í ágúst og ljúka árið 2016.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar