Gistihúsið býður heim

gistihusid egilsstodum10Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir, býður þér að líta við á morgun, fimmtudag 17:00 og skoða innviði hótelsins, nú þegar einhverjum mestu breytingum frá upphafi rekstrar í Gistihúsinu er að ljúka.

Gistiþjónustu á Egilsstaðabýlinu má rekja allt aftur til ársins 1884. Gistihúsið sjálft var reist í tveimur áföngum á árunum 1903-4 og 1947.

Hjónin Hulda Elisabeth Daníelsdóttir og Gunnlaugur Jónasson keyptu Gistihúsið árið 1997 og gerðu á rúmlega áratug umfangsmiklar endurbætur á húsinu.

Á fyrstu árum nýrrar aldar fóru þau að velta fyrir sér hvort stækka bæri hótelið og í október 2013 var tekin skóflustunga að nýrri 1500 m2 byggingu sunnan við gamla húsið. Tekið var á móti gestum í nýrri gestamóttöku og gistiálmu hálfu ári síðar.

Auk móttökunnar í tveggja hæða byggingu voru byggðir tveir lyftuturnar og fjögurra hæða hús með 32 herbergjum. Fjögur þeirra eru lúxusherbergi og 6 eru hönnuð sérstaklega með þarfir fatlaðra í huga. Á neðri hæð móttökuhússins er heilsulindin Baðhúsið - Spa, með heitri smálaug, köldum potti, sánu og hvíldaraðstöðu með útsýn yfir Lagarfljót. Að auki eru í nýbyggingunni þvottahús, starfsmannaaðstaða, snyrtingar, geymslu- og skrifstofurými.

Eldri byggingin hefur einnig tekið lítilsháttar stakkaskiptum, og má þar helst nefna metnaðarfullan og framsækinn veitingastað hótelsins; Eldhúsið – Restaurant.

Nú renna fallega saman eldri byggingin frá árinu 1903 og sú yngri frá 2014 og mætast í rauninni gömul öld og ný. Er það samdóma álit þeirra sem til þekkja að í húsakynnum hótelsins gæti mikillar smekkvísi og jafnframt frumlegrar og virðingarverðrar nálgunar við gamla muni í nútímasamhengi.

gistihusid egilsstodum1gistihusid egilsstodum2gistihusid egilsstodum3gistihusid egilsstodum10

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.