Veginum út með Eskifirði lokað

eskifjordur mai14Helgustaðavegi í Eskifirði var lokað um kvöldmatarleytið í kvöld vegna mikilla vatnavaxta. Fjárbúið Engjabakki var rýmt í kvöld þar sem talin er skriðuhætta á svæðinu.

Miklir vatnavextir eru á Austurlandi í kjölfar rigninga í dag. Mest hefur úrkoman verið í Neskaupstað, rúmir 48 millimetrar.

Veðurstofan varar við talsverðri rigningu eystra fram á nótt. Ástandið í Eskifirði verður metið á ný í fyrramálið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.