Enn hættuástand í Helgustaðahreppi - Myndband

eskifjordur sprungur 20151108 0098 webVegurinn út með Eskifirði í gamla Helgustaðahreppi er enn lokaður þar sem hætta er talin á skriðuföllum. Lítil skriða fór af stað þar í gær.

„Það er mikil hreyfing á hlíðinni ofan við Högnastaði," segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn.

Svæðinu var lokað á föstudagskvöld eftir miklar rigningar. Enn var talið hættuástand í gær en fylgst verður áfram með aðstæðum í dag.

Ofanflóðaeftirlitsmenn settu niður svokallaðar GPS skrúfur í gær en þær mæla hreyfingu á jarðvegi.

Fjallshlíðin er nokkuð laus í sér og í henni hefur safnast fyrir mikið vatn. Það finnur sér leið til sjávar sem getur orðið til þess að það ýti frá sér jarðvegi á leiðinni þannig að skriða hljótist af. Lítil skriða fór af stað seinni partinn í gær.

Svæðið er lokað fyrir almennri umferð en þeir sem búa eða eiga eignir á svæðinu geta farið þar inn en þurfa að láta vita af verðum sínum. Eitt fjárbú er á svæðinu og hestamenn eru með hús við Svínaskála.

Meðfylgjandi myndband tók Hlynur Sveinsson í Neskaupstað af svæðinu í gær.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar