Lappað upp á skreiðarskemmuna
Nýverið lauk endurbótum á hinni svokölluðu skreiðarskemmu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Húsið, sem var reist árið 1965, skartar nú einkennislitum fyrirtækisins.Húsið er rúmir 1.1300 fermetrar að flatarmáli og upphaflega reist sem mjölgeymsluhús. Eftir það var það notað í síldarverkun og síðar skreiðarverkun þaðan sem nafnið kemur.
Undanfarin þrjátíu hefur skemman verið geymsla. Húsið var farið að láta mjög á sjá og því ákveðið að klæða það upp á nýtt.
Í nóvember var samið við Fashion ehf. /Byggingarfélag Garðabæjar um endurbygginguna. Rétt rúmum fjórum mánuðum síðar var húsinu skilað.
Verkið fólst í því að fjárlægja hluta stálgrindar og endurbyggja eldri stálgrind og bæta við nýrri að hluta, steypa viðbætur ofan á sökkla, setja nýjar sperrur í þak og veggi, klæða húsið að nýju með einfaldri klæðningu og setja nýjar hurðir og ganga frá þeim.
Mannvit verkfræðistofa Reyðarfirði vann tæknilega vinnu og Vélsmiðja Hamar ehf Eskifirði um járnsmíði fyrir verktaka.