Allsherjar hreingerning bíður á Breiðdalsvík – Myndir

Íbúi á Breiðdalsvík segir mikið hreinsunarstarf bíða heimamanna eftir óveðrið þegar lægir. Klæðning fór af um kílómeters kafla af Hringveginum þar í nótt og klæðning fauk af stafni á gömlu félagsheimili.


„Maður hættir sér ekki mikið út í þetta veður en sér að það þarf eiginlega allsherjar hreingerningu í bænum þegar það er afstaður,“ segir Arnþór Ingi Hermannsson sem býr á Breiðdalsvík.

„Sjórinn hefur gengið 30-40 metra upp á land og borið með sér þara og ógeð upp að frystihúsinu. Síðan er fullt af grjóti og hnullungum þannig þetta hefur verið mikill kraftur,“ segir hann.

Hann segir gáma hafa færst til auk þess sem trillurnar hafi verið settar í bakkgír til að halda flotbryggjunni.

Inni í sjálfum Breiðdal stendur gamalt félagsheimili, Staðarborg, sem rekið sem gistiheimili í dag. Klæðning fauk af stafni hússins í morgun.

„Við fórum þangað til að skoða aðstæður áðan en það var ekki stætt. Við förum þangað síðar þegar lægir til að reyna að vinna,“ segir Indriði Margeirsson, formaður Björgunarsveitarinnar Einingar.

Klæðning sviptist af Hringveginum á Meleyri á um kílómeters kafla í nótt. Undir hádegið kom einnig í ljós að klæðning er farinn af á um 100 metra kafla á afleggjaranum út úr þorpinu að sunnanverðu.

Myndir: Arnþór Ingi Hermannsson og Hákon Hansson

Bdalsvik Addi 1
Bdalsvik Addi 2
Bdalsvik Addi 3
Bdalsvik Addi 4
Bdalsvik Addi 5
Bdalsvik Addi 6
Bdalsvik Addi 7
Bdalsvik Hh 10 Web
Bdalsvik Hh 11 Web
Bdalsvik Hh 12 Web
Bdalsvik Hh 1 Web
Bdalsvik Hh 4 Web
Bdalsvik Hh 5 Web
Bdalsvik Hh 6 Web
Bdalsvik Hh 7 Web
Bdalsvik Hh 8 Web
Bdalsvik Hh 9 Web
Bdalsvik Hh 15 Web
Bdalsvik Hh 17 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.