Tekið til eftir storminn á Eskifirði – Myndir

Mikið tjón varð á Eskifirði í morgun þegar ein alversta lægð sem Austfirðingar hafa kynnst gekk yfir svæðið. Eftir hádegi var unnið að því að taka til og lappa upp á það sem hægt var eftir storminn.


Um leið og komið var yfir Hólmahálsinn tók að bera á athöfnum í bænum en þrjú áberandi gul ljós voru á jafn mörgum stöðum.

Við Eskifjarðará hafði sjórinn höggvið í veginn og grafið verulega undan honum þannig að bæði endar brúarhandriðsins héngu framaf. Þar var unnið við að keyra efni í kantana, treysta veginn og koma vegriðunum fyrir aftur.

Úti á Mjóeyri var verið að dæla upp úr lögnum sem sjór hafði komist í og vera eyrina. Sjórinn át af eyrinni í nótt og gekk nærri gistihúsum sem þar eru. Gestir í þeim munu þó hafa verið rólegir. Þannig voru einu þeirra Hollendingar sem sögðust vera vanir flóðum.

 

Randúlfssjóhúsið og bryggjan við það hafa fest sig í sessi sem eitt helsta kennileiti Eskifjarðar. Skemmdir voru sjáanlegar á bæði húsinu og bryggjunni.

 

Verið var að sjóða í skemmd á Aðalsteini Jónssyni sem lamdist utan í bryggjuna. Hún bar einnig merki átakanna þar sem molnað hafði úr steypukantinum.


Víða mátti sjá skemmdir á bryggjum eða húsum við sjóinn. Verst var ástandið inni í bæ við hlið lögreglustöðvarinnar, gegnt grunnskólanum. Þar mátti sjá bæði gjörónýtar bryggjur og sjóhús.

Um kaffileytið var verið að ljúka við að hreina götur og helsta lausa brakið. Margir bæjarbúar voru hins vegar á ferðinni fram og aftur Strandgötuna til að skoða verksummerki.

Ovedur Esk 20151230 0001 Web
Ovedur Esk 20151230 0005 Web
Ovedur Esk 20151230 0008 Web
Ovedur Esk 20151230 0011 Web
Ovedur Esk 20151230 0012 Web
Ovedur Esk 20151230 0015 Web
Ovedur Esk 20151230 0022 Web
Ovedur Esk 20151230 0025 Web
Ovedur Esk 20151230 0029 Web
Ovedur Esk 20151230 0030 Web
Ovedur Esk 20151230 0031 Web
Ovedur Esk 20151230 0040 Web
Ovedur Esk 20151230 0046 Web
Ovedur Esk 20151230 0047 Web
Ovedur Esk 20151230 0049 Web
Ovedur Esk 20151230 0055 Web
Ovedur Esk 20151230 0062 Web
Ovedur Esk 20151230 0067 Web
Ovedur Esk 20151230 0070 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.