Dæmdur til fangelsisvistar fyrir fjárdrátt frá starfsmannafélagi

heradsdomur austurlands hamar 0010 webFyrrverandi gjaldkeri starfsmannafélags Fjarðaáls, Sóma, hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir fyrir að draga sér fé. Sakfellt var fyrir fjórtán ákæruliði af sextán.

Maðurinn játaði á sig fjóra liði sem snéru að því að hann hefði dregið sé fé. Að auki var hann sakfelldur fyrir tíu ákæruatriði um umboðssvik en þeim neitaði hann. Hann var á móti sýkn af tveimur ákæruliðum um umboðssvik.

Samanlagt var ákært fyrir brot upp á tæpar átta milljónir króna en gjaldkerinn fyrrverandi var dæmdur til að greiða starfsmannafélaginu tæpar 5,8 milljónir í skaðabætur.

Í dóminum segir að brotin hafi staðið yfir á níu mánaða tímabili og varðað fjölda millifærslna og umtalsverðar fjárhæðir.

Ásetningur mannsins hafi hins vegar ekki verið sérstaklega einbeittur, þar sem hann hafi ekki leitast við að leyna brotunum með að búa til reikninga heldur hafi hann fyrst gefið þá út eftir að bókari félagsins gerði athugasemdir við að þá vantaði.

Hann játaði einnig brot sín með tilliti til fjárhæða og hefur leitast við að bæta fyrir tjónið sem hann olli með að afsala sér lausa fé, meðal annars bifreið. Það nægi hins vegar ekki til að bæta nema hluta tjónsins.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.