Flugferðum austur á ekki að fækka með nýjum vélum

Forstjóri Flugfélags Íslands býst við að félagið haldi að mestu óbreyttri áætlun á flugferðum milli Reykjavíkur og Egilsstaða þótt fyrirtækið taki á næstunni í notkun nýjar og stærri vélar.


„Þetta mun hafa þau áhrif að með því að hafa möguleikann á stærri vélum erum við betur undir það búnir að sinna álagstímum, til dæmis í kringum helgar.

Þar sem við höldum tveimur minni 37 sæta vélum í flotanum getum við nýtt þær þegar minni eftirspurn er og þannig getum við haldið uppi mjög svipaðri tíðni á flugum og nú er til Egilsstaða,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélagsins.

Í tilkynningu frá Flugfélaginu segir að alltaf verði að lágmarki þrjár ferðir daglega milli Reykjavíkur og Egilsstaða og á ákveðnum tímabilum verði meira sætaframboð en nú er.

Þrjár Bombardier Q400 vélar sem taka 74 farþega leysa á næstunni af fimm Fokker 50 sem taka 50 farþega. Fyrsta Bombardier vélin er væntanleg til landsins í byrjun febrúar.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.