Landsbankinn dregur saman seglin á Seyðisfirði

seydisfjordur april2014 0006 webAfgreiðsla Landsbankans á Seyðisfirði verður flutt um áramótin og afgreiðslutíminn styttur. Útlit er fyrir að starfsmönnum fækki við breytingarnar.

Viðræður standa nú yfir við sýslumanninn á Austurlandi um að afgreiðsla bankans opni á sýsluskrifstofunni að Bjólfsgötu 7. Þeim er ekki lokið en útlit fyrir að samningar takist.

Afgreiðslan er í dag opin frá 12:30-16:00 virka daga nema á fimmtudögum er opnaði klukkan níu. Á nýja staðnum verður opið frá klukkan 12:00-15:00..

Einn starfsmaður mun vinna í afgreiðslunni í stað þriggja í dag. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum er útlit fyrir að starfsfólki verði sagt upp við breytingarnar en endanlegar ákvarðanir þar um hafa ekki verið teknar. Starfsmönnum var tilkynnt um skipulagsbreytingarnar í dag.

Póstþjónusta er nú veitt í afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði en það fyrirkomulag mun breytast. Pósturinn er í viðræðum við aðra mögulega samstarfsaðila og mun tilkynna breytingar á þjónustu sinni síðar.

Hraðbankinn í afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði verður fluttur á nýjan stað og verður sem fyrr aðgengilegur allan sólarhringinn.

Í tilkynningu bankans segir að eftir breytingarnar verði afgreiðsla Landsbankans á Seyðisfirði með svipuðu sniði og í Bolungarvík, en þar tekur Landsbankinn þátt í rekstri þjónustumiðstöðvar í Ráðhúsi Bolungarvíkur ásamt sýslumanninum á Vestfjörðum og Póstinum.

Þar er bent á að miklar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi banka á undanförnum árum. Rafræn bankaviðskipti hafi aukist og um leið minnki þörfin fyrir hefðbundin útibú. Þá séu gerðar ríkar kröfur um aukna hagkvæmni í rekstri bankans.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.