Fjármál Fljótsdalshéraðs: Erum ekki í vandræðum með að borga okkar skuldir
Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs viðurkennir að sveitarfélagið sé skuldsett en segir fjárflæði það tryggt að lítil hætta sé á að skuldirnar gjaldfalli eða að draga þurfi úr þjónustu. Ekki verður hins vegar hægt að efla þjónustu eins og margir höfðu vonast til á næsta ári vegna almennra útgjaldahækkana.Þetta kom fram á borgarafundi sem haldinn var í gær þar sem fjárhagsáætlun næsta árs var kynnt en hún verður tekin til annarrar umræðu í bæjarstjórn innan skamms.
„Því er ekki að leyna að Fljótsdalshérað er skuldsett en við erum ekki í vandræðum með að borga okkar skuldir og sinna þeirri þjónustu sem þarf gagnvart íbúum og gott betur en sum þeirra sveitarfélaga sem nefnd eru draumasveitarfélög."
Bæjarstjórinn Björn Ingimarsson hóf kynningu sína á að fara yfir umfjöllun fjölmiðla þar sem miklar skuldir sveitarfélagsins voru settar í forgrunni. Hann gagnrýndi að sá samanburður sem slegið hefur verið upp hafi algjörlega verið á forsendum fjárhagsupplýsinga en ekkert tillit tekið til þjónustu.
Mikilvægast að áætlanir standist
Skuldirnar eru nú 246% af tekjum en eiga að vera komnar undir 150% árið 2019. Á því tímabili á að greiða skuldirnar niður um milljarð. Hann sagði skuldir sveitarfélagsins hefðu aukist verulega við byggingu hjúkrunarheimilis Dyngju sem opnaði í vor.
„Við náum markmiðinu nema stórkostleg áföll skelli á. Áætlanir okkar hafa staðist og það skiptir mestu upp á traustið í samskiptum við lánastofnanir."
Til að borga skuldirnar þarf reksturinn hins vegar að ganga vel og skila afgangi. Hlutfall veltufjár frá rekstri síðustu ár hefur verið um 20% sem er með því hæsta sem þekkist meðal íslenskra sveitarfélaga. „Við þurfum að halda þessu hlutfalli til að standa undir skuldbindingum og auka vægi eigin fjár í fjárfestingum."
Ekki hægt að bæta í
Þegar allt er talið er gert ráð fyrir 66 milljóna afgangi hjá sveitarfélaginu á næsta ári. Um tíma í haust var óttast að skera þyrfti niður í fræðslumálum en breyttar forsendur fjárhagsáætlunar, meðal annars vegna lægri verðbólguspár, komu í veg fyrir það.
„Nefndirnar hafa mikið til fengið það sem þær vildu en fengu kannski ekki það sem þær vildu til viðbótar," sagði Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar, um áætlun næsta árs.
Hún sagði það vonbrigði að geta ekki bætt í. Björn lýsti væntingum nefndanna sem hástemmdari en passaði hefði inn í fjárhagsrammann.
Til fræðslu- og félagsmála fara um 70% af útgjöldum sveitarfélagsins. „Í fræðslumálum fara meiri fjármunir í það sama og við vorum að gera í fyrra," sagði Anna Alexandersdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks.
Til að ná öðrum nefndum inn í rammann verður ekki sinnt jafn miklu viðhaldi á götum og vonast var til þótt fé til þess aukist.
Lokið við stofnlögn vatnsveitu
Hitaveitan sér um stærstu framkvæmdir næsta árs. Síðustu tvö ár hefur verið unnið að nýrri stofnlögn og þeim verður lokið með tengingu milli tankanna á Valgerðarstaðaási og Haustaks.
Gunnar Jónsson, formaður stjórnar veitunnar, sagði vatnsveituna vera í góðu lagi eftir framkvæmdirnar á næsta ári. Næst á dagskrá væru síðan framkvæmdir við fráveitu.
Í sumar var lagt parket á gólf íþróttahússins fjármagnað af framkvæmdum næsta árs. Þá stendur yfir vinna við þráðlaust netkerfi í dreifbýlinu.
Fram kom á fundinum í gær að notendur hafi ekki sýnt mikinn áhuga á því enn sem komið er. „Það var látlaust neyðarkall eftir betra sambandi í dreifbýlinu. Því verð ég svekktur ef þetta verður ekki nýtt," sagði Gunnar.
Mikilvægast að áætlanir standist
Skuldirnar eru nú 246% af tekjum en eiga að vera komnar undir 150% árið 2019. Á því tímabili á að greiða skuldirnar niður um milljarð. Hann sagði skuldir sveitarfélagsins hefðu aukist verulega við byggingu hjúkrunarheimilis Dyngju sem opnaði í vor.
„Við náum markmiðinu nema stórkostleg áföll skelli á. Áætlanir okkar hafa staðist og það skiptir mestu upp á traustið í samskiptum við lánastofnanir."
Til að borga skuldirnar þarf reksturinn hins vegar að ganga vel og skila afgangi. Hlutfall veltufjár frá rekstri síðustu ár hefur verið um 20% sem er með því hæsta sem þekkist meðal íslenskra sveitarfélaga. „Við þurfum að halda þessu hlutfalli til að standa undir skuldbindingum og auka vægi eigin fjár í fjárfestingum."
Ekki hægt að bæta í
Þegar allt er talið er gert ráð fyrir 66 milljóna afgangi hjá sveitarfélaginu á næsta ári. Um tíma í haust var óttast að skera þyrfti niður í fræðslumálum en breyttar forsendur fjárhagsáætlunar, meðal annars vegna lægri verðbólguspár, komu í veg fyrir það.
„Nefndirnar hafa mikið til fengið það sem þær vildu en fengu kannski ekki það sem þær vildu til viðbótar," sagði Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar, um áætlun næsta árs.
Hún sagði það vonbrigði að geta ekki bætt í. Björn lýsti væntingum nefndanna sem hástemmdari en passaði hefði inn í fjárhagsrammann.
Til fræðslu- og félagsmála fara um 70% af útgjöldum sveitarfélagsins. „Í fræðslumálum fara meiri fjármunir í það sama og við vorum að gera í fyrra," sagði Anna Alexandersdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks.
Til að ná öðrum nefndum inn í rammann verður ekki sinnt jafn miklu viðhaldi á götum og vonast var til þótt fé til þess aukist.
Lokið við stofnlögn vatnsveitu
Hitaveitan sér um stærstu framkvæmdir næsta árs. Síðustu tvö ár hefur verið unnið að nýrri stofnlögn og þeim verður lokið með tengingu milli tankanna á Valgerðarstaðaási og Haustaks.
Gunnar Jónsson, formaður stjórnar veitunnar, sagði vatnsveituna vera í góðu lagi eftir framkvæmdirnar á næsta ári. Næst á dagskrá væru síðan framkvæmdir við fráveitu.
Í sumar var lagt parket á gólf íþróttahússins fjármagnað af framkvæmdum næsta árs. Þá stendur yfir vinna við þráðlaust netkerfi í dreifbýlinu.
Fram kom á fundinum í gær að notendur hafi ekki sýnt mikinn áhuga á því enn sem komið er. „Það var látlaust neyðarkall eftir betra sambandi í dreifbýlinu. Því verð ég svekktur ef þetta verður ekki nýtt," sagði Gunnar.