„Mér finnst foreldrar hafa opnast alveg heilan helling"

sigga dogg kynfraedingurKynfræðingurinn Sigga Dögg Arnardóttir verður með fyrirlestur fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda í fyrirlestrarsal Verkmenntaskóla Austurlands Neskaupstað í kvöld.

Sigga Dögg Arnardóttir útskrifaðist 2007 með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og lauk MA gráðu í Kynfræði við Curtin University í Vestur Ástralíu árið 2011.

Í september 2014 gaf hún út bókina „Kjaftað um kynlíf við börn og unglinga. Fullorðnir fræða og ræða" – en fyrirlesturinn í verður helgaður því viðfangsefni.

„Ég fer í gegnum það hvernig foreldrar geta rætt kynlíf- og kynferðismál við unglingana sína og hvernig þau séu mikilvægur hluti af því að seinka kynhegðun og gera hana ábyrgari, þ.e. auka líkur á að smokkurinn verði notaður.

Foreldrar sem tala við unglinga um kynlíf eru líklegri til að fá endurgjöf frá unglingum sem svo seinna leita til þeirra með spurningar sem þau kunna að hafa um kynlíf og ástarmál," segir Sigga Dögg í samtali við Austurfrétt.

Eru foreldrar að verða opnari með þessi mál og eiga auðveldara að ræða þau en áður?

„Mér finnst foreldrar hafa opnast alveg heilan helling og er yfirleitt mjög jákvæð stemming á þessum fyrirlestrum og fólk tilbúið að taka þátt í að breyta heiminum, þó það sé ekki nema bara með því að nálgast unglinginn sinn og láta vita að þau séu til staðar fyrir hann. Hlutverk foreldris er oftar en ekki bara að hlusta, ekki tala,"

Sigga Dögg hvetur alla þá sem að unglingum standa að mæta á fyrirlesturinn í Verkmenntaskólanum í kvöld, en hann hefst klukkan 20:00.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.