Starfsmenn sveitarfélaga sömdu við sveitarfélögin og samþykktu samning við ríkið

ragnar sigurdsson fosa nov15 webFélag opinberra starfsmanna á Austurlandi (FOSA) skrifaði á föstudagskvöld undir nýjan kjarasamning við ríkið og samþykkti í síðustu viku nýjan samning við ríkið. Formaður félagsins segir að sveitarfélögunum hafi verið mætt á miðri leið.

„Sambandið fór í sína heimavinnu, kláraði ýmis gögn sem það átti eftir og mætti okkur svo á miðri leið," segir Ragnar Sigurðsson, formaður FOSA.

Tíu dagar eru síðan viðræðum var slitið og þeim vísað til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundurinn þar var fyrir viku og annar boðaður í dag en áður en til hans fóru málin á skrið.

Klukkan átta á föstudagskvöld var svo skrifað undir. Í tilkynningu segir að samningurinn sé á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið.

Samningurinn gildir frá 1. maí og frá þeim tíma hækka launataxtar um 25.000 krónur, að lágmarki um 7,7%. Önnur 15.000 króna eða að lágmarki 5,5% hækkun verður 1. júní á næsta ári og sama dag árið 2017 kemur inn ný launatafla, ásamt öðru. Samningurinn gildir til ársins 2019.

„Auðvitað hefðum við viljað sjá fleiri þætti sem unnið hefur verið að inni í samningnum en honum fylgja fínar bókanir sem gera mann bjartsýnan á að áfram verið unnið að lausn mála sem ekki var hægt að koma inn í samninginn."

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum í vikunni og fljótt í framhaldi þess greidd um hann atkvæði.

Í síðustu viku var samningur félags bæjarstarfsmanna við ríkið samþykktur. Rúm 70% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.