„Tækifæri sem við verðum að nýta"

discover the world fundur„Fundurinn er í raun haldinn til að tengja saman fyrirtæki sem hafa áhuga á að vinna saman í tengslum við beina flugið," segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri flugvallarverkefnisins, en Austurbrú boðar til fundar með Discover The World klukkan 10:00 þann 30. nóvember á Hótel Héraði Icelandair Hótelinu á Egilsstöðum.

Á mánudaginn næsta gefst fyrirtækjum tækifæri til að hitta forsvarsmenn Discover The World sem hefja beint flug á næsta ári frá London Gatwick til Egilsstaða. Fyrsta flug er 28.maí og verður flogið tvisvar í viku til 24.september.

María vonast til að fundurinn hafi hvetjandi áhrif á þjónustuaðila á svæðinu og hrindi jafnvel af stað þjónustu- og vöruþróunarvinnu.

„Það er mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar og önnur fyrirtæki á svæðinu mæti með opinn huga og séu á tánum því þetta er stórt tækifæri fyrir okkur sem við verðum að nýta."

Allir þeir sem hafa áhuga á að bjóða upp á vörur- eða þjónustu í tengslum við millilandaflugið eru velkomnir á fundinn sem hefst kl 10:00. Þá hefjast almennar umræður um beina flugið, Clive Stacey, framkvæmdarstjóri, og Paavo Sonninen, verkefnastjóri fyrir Íslandsmarkaði, munu sitja fyrir svörum. Aðaláhersla fundarins verður á framboð afþreyingar á svæðinu en einnig verða önnur mál rædd.

Eftir hádegi gefst fundargestum tækifæri á að bóka sér tíma með Clive og Paavo. Þeir sem hafa áhuga á að að bóka fund vinsamlegast
sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og setjið í skýringu einn af neðangreindum möguleikum.
  • Er með tilbúna vöru
  • Er með vöru í vinnslu
  • Er með hugmynd að vöru
Eru þátttakendur vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fundinn fyrir föstudaginn 27. nóvember.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.