Þota easyJet lenti á Egilsstöðum

easyjet egs des 2015Starfsmenn á Egilsstaðaflugvelli eru ekki verkefnalausir í dag þó öllu innanlandsflugi hafi verið aflýst.
Upp úr hádeginu lenti Airbus-þota breska flugfélagsins easyJet á Egilsstöðum eftir að hafa snúið frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs.

Um er að ræða vél frá flug EZY2295 frá Lundúnum sem lenda átti í Keflavík kl. 10:50.

Að sögn flugvallarstarfsmanna hefur vélin að líkindum hringsólað nokkuð yfir Keflavík áður en ákvörðun var tekin um að snúa henni til Egilsstaða. Þar var tekið viðbótareldsneyti og búist er við því að vélin leggi von bráðar aftur af stað til Keflavíkur.

Farþegum hefur ekki verið hleypt úr vélinni, en slíkt er ákvörðun flugstjóra á hverjum tíma. Að sögn vallarstarfsama var allt gert klárt í flugstöðinni en ekki kom til þess að nokkur kæmi frá borði. Er það gert til að lágmarka þann tíma sem stoppið tekur og nú er sem fyrr segir líklegt að úr rætist fyrir farþegana.

Samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar er nú áætlað að vélin lendi þar 14:30.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.