Íbúar skora á Landsbankann að endurskoða ákvörðun sína

seydisfjordur april2014 0006 webÍbúar á Seyðisfirði safna nú undirskriftum þar sem skorað er á Landsbankann að endurskoða ákvörðun um að skerða þjónustu sína á staðnum með að stytta opnunartíma, flytja útibúið og fækka starfsmönnum.

Í frétt á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar segir að fólkið í bænum sé óánægt með að „stöðugt sé ráðist að grunnþjónustu" og „banki allra landsmanna" sjái ekki ástæðu til að „halda uppi viðunandi þjónustu" eftir áratugasamstarf.

Bankinn hefur tilkynnt um að til standi að flytja útibúið í sýslumannsskrifstofuna. Við það skerðist opnunartími útibúsins og starfsmönnum fækkar úr þremur í einn.

Í fréttinni segir að við breytingarnar missi konur sem starfað hafi um áratugaskeið hjá bankanum vinnuna, þrengt verði að starfsfólki sýsluskrifstofunnar auk þess sem óvíst sé um starfsemi Íslandspósts sem verið hefur hjá bankanum.

Yfir 100 manns hafa skrifað nöfn sín á undirskriftalista sem liggja frammi í Kaupfélaginu, Sjoppunni og Vínbúðinni þar sem vísað er í stefnu Landsbankans og skorað á stjórnendur hans að endurskoða ákvörðunina.

Þeir eru hvattir til að útvíkka starfsemi bankans við að leita samstarf við frumkvöðla í bænum og koma upp aðstöðu fyrir þá. Auk þess verði áfram hefðbundin þjónusta og fundaaðstaða þar sem hægt verði að koma á samtali bankans og íbúanna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.