Rósa Guðrún: Starfsfólki líður betur á blönduðum vinnustöðum

jafnrettisnefndir egs 0003 webÍslenskur vinnumarkaður er enn mun kynjaskiptari heldur en gerist annar staðar á Norðurlöndunum. Verulegur halli er enn í stjórnunarstöðum þar sem karlar eru fjlömennari.

Þetta kom fram í máli Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur, sérfræðings í velferðarráðuneytinu, á landsfundi jafnréttisnefnda sem haldinn var á Egilsstöðum nýverið.

Hún benti á að Íslendingar hefðu lengi verið eftirbátar annarra Norðurlanda á flestum mælikvörðum jafnréttis kynjanna. Heldur hafi þó færst saman síðustu ár. Konur séu nú 44% fulltrúa í sveitarstjórnum og 40% þingmanna.

Vísbendingar eru hins vegar um að þær hætti fyrr en karlarnir. „Óvægin umræða er nýtt form af ofbeldi. Konur veigra sér við að taka þátt."

Enn er þó talsverður munur á vinnumarkaði, bæði hvað varðar stjórnendastöður og laun en aðgerðahópur um launajafnrétti er að störfum og á að skila framkvæmdaáætlun fyrir lok árs 2016.

En það þarf líka að blanda störfum betur. „Starfsfólki líður betur á blönduðum vinnustöðum," sagði Rósa.

Þróunin síðustu ár hefur verið sú að konur hafi fært sig yfir í það sem töldust karlastörf en karlar hafi ekki farið sömu leið á móti. Þeir sjást til dæmis varla í umönnunarstörfum.

„Í dag eru karlar 1% hjúkrunarfræðinga og 1 af 240 leikskólastjórum er karl. Þarna er meðal annars hómófóbía sem takast þarf á við."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.