Karlmaður á þrítugsaldri í haldi lögreglu

bonusblokk 06052013 0052 webLögreglan hefur karlmann á þrítugshaldi í haldi í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á sjötugsaldri í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum í morgun.

Í samtali við Austurfrétt sagði Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, að maðurinn væri í haldi þar til að lögreglan gæti „yfirheyrt hann um ferðir hans í nótt.“ Hann verður yfirheyrður síðar í dag og hefur honum verið tilnefndur verjandi.

Samkvæmt heimildum Austurfréttar er þar um að ræða mann sem hafði ónáðað nokkra íbúa í blokkinni í gærkvöldi. Jónas staðfesti að lögreglan hefði talað við manninn um miðnættið.

Embætti Lögreglustjórans á Eskifirði, fer í samvinnu við tæknideild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu með rannsókn þess sem nefnt hefur verið „voveiflegt mannslát“ í fjölbýlishúsinu Blómvangi 2, svokallaðri Bónusblokk, á Egilsstöðum. Hinn látni var á sjötugsaldri. Báðir mennirnir bjuggu í blokkinni en höfðu ekki búið þar lengi.

Tíu manns starfa við rannsóknina sem að sögn Jónasar gengur frekar vel. Lögreglan var kölluð að blokkinni upp úr klukkan átta í morgun og maðurinn handtekinn skömmu síðar.

Íbúi í húsinu sagði í samtali við Austurfrétt að á níunda tímanum í morgun hefði verið mikið af sjúkra- og lögreglubílum í kringum blokkina og fólki afar brugðið.

--17:30
Tæknimenn frá lögreglunni hafa verið við rannsókn á svölunum í íbúð hins látna síðustu klukkutímana. Samkvæmt heimildum Austurfréttar fannst hinn látni þar. 

bonusblokk 07052013 0001 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar